Þórarinn Stefánsson
thorarinn.bsky.social
Þórarinn Stefánsson
@thorarinn.bsky.social
A mostly harmless dabbler in life, somewhat fluent in Icelandic and English.
Það sem hann sagði – þetta er bara svo innprentað í mann að ég gleymdi því…
December 5, 2025 at 1:57 PM
Ég held að þetta sé einn mesti rembingur við að yfirfæra einhver „menningarstríð“ frá ameríku sem um getur. Þar er þetta kristsmessa, sem strýkur eflaust einhverjum öfugt, en orðið jól er eins hundheiðið og það verður. Það er svo drepfyndið að láta eins og „gleðilega hátíð“ sé einhver vók-nýjung.
December 5, 2025 at 12:55 PM
Það kemur iðulega fyrir að ég horfi á þessa spunagreindar-takka og ég get ekki fyrir mitt litla líf ímyndað mér hvaða virkni gæti legið að baki miðað við það til hvers viðkomandi forrit/þjónusta er notað. En það er samt ekki að auka líkurnar á að ég smelli af einskærri forvitni…
December 3, 2025 at 12:53 PM
Það þarf greinilega nauðsynlega að ýta upp „engagement“ tölunum til að ná upp í markmiðin. En svo virðist einhvern vegin eins og við pöpullinn séum ekki alveg að bíta á agnið…
December 3, 2025 at 10:55 AM
Það er erfitt að segja. En það má svo líka færa rök fyrir því að hægt væri að ná fram „klukkubreytingunni“ í einu pennastriki með því að ákveða að opinberar stofnanir opni klukkutíma síðar (og treysta á að samfélagið elti). Það myndi leysa áskorunina með tölvukerfin en ekki birtutapið.
December 3, 2025 at 10:52 AM
En ég er enn með í #nenneggeddon 🤞
Er kominn fyrsti desember? Það þýðir bara eitt: ÞAÐ ER KOMINN TÍMI FYRIR #NENNEGGEDDON!
December 3, 2025 at 9:41 AM
And probably no human will ever know that you gave up.
November 24, 2025 at 10:41 AM
Það er víst í reglunum að ekki má nefna Hallmark jólamyndir án þess að deila myndum á borð við þessa i.imgur.com/hkZPVYS.jpg
November 20, 2025 at 1:52 PM
I just might do next time, assuming he is not peeing on anything at the moment.
November 20, 2025 at 10:08 AM
I was wondering if I should say hi to Uggi as I walked past him this morning – but as he was busy peeing on a building I decided not to…
November 20, 2025 at 9:37 AM
Vá! Þegar ég sá þetta fyrr í haust gekk ég bara út frá því að þetta væri þýðing með opinberu leyfi – datt hinn möguleikinn ekki í hug.
November 19, 2025 at 2:37 PM
Þá hló netverji.
November 12, 2025 at 10:45 PM
Það er spurning hvað er „rétti“ tíminn til að byrja skóla. Ef við viljum að unglingarnir fái til dæmis a.m.k. klukkutíma af dagsbirtu fyrir skóla þyrfti skólatíminn að hliðrast síðustu mánuði ársins og ganga svo til baka. Klst. frá birtingu væri í dag 9:50 og verður um 10:50 eftir mánuð…
November 12, 2025 at 8:26 PM
Eða fólk sem tímir ekki að fórna 13% af dagsbirtu ársins fyrir þær örfáu vikur sem þessi breyting hefði einhver áhrif á birtu við upphaf vinnudags.
November 12, 2025 at 5:12 PM
Skólar, sérstaklega á unglingastigi, eru margir búnir að seinka byrjun skóladags til 8:50 og eru líklegri til að seinka því meira frekar en að fara aftur til 8:30.
November 12, 2025 at 4:52 PM