Edda Rós
banner
eddaros.bsky.social
Edda Rós
@eddaros.bsky.social
170 followers 120 following 910 posts
handavinnunörd femínistatussa málfarspönkari atvinnufiktari kjaftfor drusla wókisti góða fólkið ~hún/she~
Posts Media Videos Starter Packs
Annað sem ég hef tekið eftir, í vetrarhjólaferðum mínum, er að í -20°c er meira næs að hjóla en vera á bíl.
Af hverju? Af því að þú ferð dúðuð út á hjólið, og ert á hreifingu þar til þú kemur í vinnuna. En út í bíl ferðu mun verr klædd (well ég geri það amk) og bíllinn er lengur að hitna.
Mín reynsla af samgönguhjólreiðum (rafm.) í vetrarfærð (á Ak) er að það að það sé ekki búið að moka er lítið vandamál EF það er ekki mikil önnur umferð. Að hjóla í gegnum virgin snjó er heilt yfir ekkert mál, jafnvel þó að það sé búið að snjóa mikið.
Það er líka ekki einsog það sé eitthvað brjálæðislega mikill snjór, miðað við myndirnar 🙈 þetta er bara basic þriðjudagur á mörgum öðrum stöðum á landinu.
What er ekki einu sinni vont veður? Þetta er ekki það sem nöldurpúkinn þurfti að heyra 😆

anyway fariði samt varlega og forgangsraðiði kósíheitum!
Í mér búa tveir púkar. Einn sem þjáist af fomo því að það er geggjað fallegt veður hérna en brjálað í rvk. Og hinn sem er nöldrandi utanbæjarpakk sem tuðar bara "það mætt hald'að þetta væri fyrsta skipti sem snjóar á íslandi" og fleira í þeim dúr.

Anyway - fariði varlega, veriði inni og hafið kósí
við erum búin að hafa snjó hérna á Akureyri í nokkra daga og ég bara finn hvað það léttir lundina hjá mér. Ég er rólegri og afslappaðari á allan hátt.
ég ákalla djöfulinn töluvert.
Annars kann ég best við að tvinna þessum helstu saman: Andskotans, helvítis, djöfulsins
Það er rosalega lame fyrir fyrirtæki að styðja ekki jafnréttisbaráttuna og kvennaverkfallið vegna þess að þau eru með jafnlaunavottun
Reposted by Edda Rós
Það er þessi tími árs þar sem fólk skilur ekki ennþá hvað Kvennafrídagurinn gengur út á. *dæs*
Það er bara eitthvað við fyrsta almennilega snjó vetrarins sem fyllir mig af innri friði. Bara elska að sjá allt hvítt og hreint, og snjókornin hrannast niður.
Baunir. Amk flestar. Hata baunaáferð svo mikið. Edamame sleppa.
Mig langar svo að geta borðað baunir, gef þeim endalausa séns en bara 🤢
Fyrir 10 árum fékk ég pásu í fæðingu til að horfa á Útsvar og sofa. Það er svo absúrd.
Það var tæpur sólarhringur síðan vatnið fór og ca. sólarhringur þar til barnið fæddist.
"Litli" fyrirburinn minn sem er núna með jafn stórar hendur og fætur og ég.
Ég hlusta mikið á TS, en var ekkert seld á TLOAS strax. En er núna orðin mjög ánægð með flest lögin. Cancelled! er uppáhaldið mitt en The Fate of Ophelia er líka mjög gott. Opalite hljómar einsog gamalt júró lag (á góðan hátt)
Ég hef alltaf verið á báðum áttum, hef alltaf ákveðið að sleppa þessu, hef alltaf séð smá eftir því.
Veit ekki hvað ég geri í ár samt
Meh. Þreif heimilið nokkuð vel í gær, notaði alltof margar skeiðar. Það var svona bæði þess virði, og ekki þess virði!

En það er amk afslöppun í dag ❤️
Algerlega! Í mínu tilfelli er þetta maki en kettir eru bara ekki góðir kokkar!
Það er amk það sem ég geri í RVK. Og mér finnst mest allur tíminn minn vera í bílnum. Sem er ekki mjög story-vænt
Það er líka bara svo næs að sitja í eldhúsinu, spjalla og horfa á makann elda. Sérstaklega þegar honum finnst bara actually næs að elda!
Ef einhver tekur að sér að hreinskrifa þennan texta þá gef ég þessu kannski annan séns. Nenni samt varla að lesa bækur skrifaðar ef cis hvítum körlum núna anyway.
Ég þjösnaðist í gegnum Atómstöðina í framhaldsskóla. Fyrir nokkrum árum ætlaði ég svo að vera menningarleg og lesa meiri Laxness. En fkn drasl sem þessi texti er. Bækurnar eru kannski góðar en skynáreitið sem fylgir málfars- og stafsetningarvillunum er bara of mikið fyrir minn ND haus.
Ég er vön að sjá hatur, fáfræði og ógeð í kommentakerfinu en einhvernveginn datt mér ekki í hug að ég myndi sjá slíkt við frétt um Jane Goodall.
Það er alveg ok að vilja að börn séu ekki ógeðslega lengi í leikskóla á hverjum degin EN það sem þarf þá að gerast er að foreldrar þurfa þá styttri vinnuskyldu. Lausnin er ekki að fólk hafi sveigjanleika til að vinna á kvöldin eða um helgar til að geta sótt fyrr.
ég er meira að vinna með bara tilfinninguna að fara aftur í notaðar svona flíkur. EN sýklafræði virkar líka!
Mér finnst sokkar og nærbuxur kannski ekki alveg eins, en mjög líkt!
Ef það væri socially acceptable þá væri ég aldrei í sokkum.
Og þeir fara í óhreina tauið bara beint þegar ég kem heim.

Eg fæ innilokunarkennd á fótunum.