Kristján Hrannar
@kristjanhrannar.bsky.social
490 followers 410 following 710 posts
Geri alls konar #orgel rugl. Organisti, kórstjóri o.s.frv.
Posts Media Videos Starter Packs
kristjanhrannar.bsky.social
Hann hefði orðið svo óbærilegur í kommentakerfunum.
kristjanhrannar.bsky.social
Af hverju er pípan bein? Þarf maður þá að halla sér aftur og reykja hana upp í loft eins og bjáni?

Ég hélt að dópistar væru kúl.
kristjanhrannar.bsky.social
Fólk æfist í hatri rétt eins og maður æfir sig að elska. Og engin verðlaun fyrir að giska á hvar það fékk æfinguna...
kristjanhrannar.bsky.social
Manni var alltaf kennt að blái liturinn í íslenska fánanum táknaði sjóinn en svo er það víst fjallabláminn? www.stjornarradid.is/verkefni/stj...
Saga fánans
www.stjornarradid.is
Reposted by Kristján Hrannar
artbutmakeitsports.bsky.social
Broken Eggs, by Jean-Baptiste Greuze, 1756
kristjanhrannar.bsky.social
Hann er ekki einu sinni fæddur enn þá
kristjanhrannar.bsky.social
Er að lesa Egils sögu þar sem móðurbróðir hans lét drepa hundrað kylfinga í Noregi bara af því hann rakst á þá uppi á heiði. Róa sig aðeins sko
kristjanhrannar.bsky.social
Hrafnista væri geðveikt töff nafn á blackmetal hljómsveit ef hjúkrunarheimilið hefði ekki stolið því fyrst
kristjanhrannar.bsky.social
Hæ ég heiti Maria Ana do Carmo Henrique Teresa Adelaide Joana Carolina Inês Sofia Eulália Leopoldina Isabel Bernardina Micaela Gabriela Rafaela Francisca de Assis e de Paula Inácia Gonzaga en þú mátt bara kalla mig Maríu
kristjanhrannar.bsky.social
Heillar Norðmenn, hatar Svía
heitir Ugla Stefanía.
Mætir eins og æluklígja
undan hverri magapest.
Henni þykir hór að drýgja
hörkuskemmtun eins og sést.

Sæta hvali vill hún veiða
vinum ekki býður greiða.
Sárafátækt fólk að meiða
fer á jólunum að ná.
Andskotann hún næði'að neyða
nýjar villubrautir á.
kristjanhrannar.bsky.social
Held þetta sé sena sem var klippt út úr líkvöku tengdamóðurinnar
kristjanhrannar.bsky.social
Var kominn á geitið á Schiphol og horfði á flugvélina þegar við fréttum af gjaldþrotinu. Góður mánudagur
kristjanhrannar.bsky.social
Holland að vera...hollenskt. Þetta var aðalmálið á dansstöðum þriðja áratugarins áður en plötuspilararnir komu til sögunnar #orgel
Reposted by Kristján Hrannar
artbutmakeitsports.bsky.social
Le taureau, by Léopold Survage, 1932
kristjanhrannar.bsky.social
Búinn að sjá fleiri konur hlæja með salatskál í dag en síðustu 5 ár þar á undan
kristjanhrannar.bsky.social
Ókei ég er búinn að vera í Hollandi í 5 mínútur og allt hefur verið langt umfram væntingar.
kristjanhrannar.bsky.social
Er ekki til einhvers staðar listi af tveggja stafa orðum í skrafli? Við @ninarichter.bsky.social myndum rífast svona 93,7% minna
kristjanhrannar.bsky.social
"Pabbi hvað ertu gamall?"

Ég: Þegar ég var lítill var eina konan í sjónvarpinu Rósa Ingólfs sem raðaði lottóboltunum í vélinni með hanska. Randver Þorláksson lék reyndar stundum konur í Spaugstofunni. Restin voru karlar í viðtalsþáttum sem sátu með krosslagða fætur svo sást í leggina yfir sokkana.
kristjanhrannar.bsky.social
Davíð Sól vildi vísu
- vandræðaskáld hann er.
Á rímorðunum ruglast
sem rakið verður hér:

Kjötafgöngum hann kastar
í kaþólsku nunnuna.
Ölmusu ljúft svo lætur
í lífrænu tunnuna.