Áslaug Jónsdóttir
aslaugjons.bsky.social
Áslaug Jónsdóttir
@aslaugjons.bsky.social
Bókverkakona, teiknari, rithöfundur, hönnuður | Visual artist, writer, illustrator, graphic designer.
Vetrarbirta | Winter light

Föstudagsmyndir: Í stillum og blíðviðri undanfarnar vikur hefur verið mikið yndi ef ekki hrein sáluhjálp að horfa til himins. Sólin speglaði sig líka í stórstraumsfjöru og ísuðum Melabökkunum í byrjun árs. Friday photos: Winter in Iceland: we have been blessed with good…
Vetrarbirta | Winter light
Föstudagsmyndir: Í stillum og blíðviðri undanfarnar vikur hefur verið mikið yndi ef ekki hrein sáluhjálp að horfa til himins. Sólin speglaði sig líka í stórstraumsfjöru og ísuðum Melabökkunum í byrjun árs. Friday photos: Winter in Iceland: we have been blessed with good weather the first weeks of the new year 2026. In the calm and gentle weather it has been a true pleasure to enjoy the light and the colors of the sky.
aslaugjonsdottir.com
January 16, 2026 at 12:51 PM
Ofbeldi í nánum samböndum | Domestic Violence

Pælt í janúar. Það er bæði áhugavert og hrollvekjandi að fylgjast með heimsmálunum. Nærtækust eru mál nágranna okkar í Grænlandi. Bandaríkjaforseti hótar yfirtöku og reynir hvað hann getur til að sprengja Atlantshafsbandalagið, ugglaust til að þóknast…
Ofbeldi í nánum samböndum | Domestic Violence
Pælt í janúar. Það er bæði áhugavert og hrollvekjandi að fylgjast með heimsmálunum. Nærtækust eru mál nágranna okkar í Grænlandi. Bandaríkjaforseti hótar yfirtöku og reynir hvað hann getur til að sprengja Atlantshafsbandalagið, ugglaust til að þóknast vini sínum í Rússlandi sem hvíslar að honum góðum hugmyndum. Því annars verður ormafyllt haughúsið undir forsetanum opnað. Báðir eiga svo valdagræðgina og drambið sameiginlegt.
aslaugjonsdottir.com
January 15, 2026 at 11:04 AM
Áramótakveðja! | Farewell 2025! Happy new year 2026!

Árið kvatt. Var árið 2025 gott ár? Fyrir jarðarbúa í heild telst árið varla gott. Stríðin geisa sem aldrei fyrr. Evrópa er að vígbúast. Valdasjúkir og siðblindir stjórnarherrar hafa allar klær úti til að halda í illa fengin völd. Ef lýðurinn er…
Áramótakveðja! | Farewell 2025! Happy new year 2026!
Árið kvatt. Var árið 2025 gott ár? Fyrir jarðarbúa í heild telst árið varla gott. Stríðin geisa sem aldrei fyrr. Evrópa er að vígbúast. Valdasjúkir og siðblindir stjórnarherrar hafa allar klær úti til að halda í illa fengin völd. Ef lýðurinn er ekki að dauða kominn í flóttamanna- eða þrælabúðum af einhverju tagi, þá er andlegt ástand hinna ekki beisið: megnið af hinum frjálsa lýð er undir álögum neyslu og netfíknar.
aslaugjonsdottir.com
December 31, 2025 at 4:28 PM
Vetrarsólhvörf 2025 | Winter solstice

Sólstöður: Það þarf að gera talsverða leit að sólarljósi í votviðrinu á stysta degi ársins. Daufur roði ýjar að lágum geislum sólar á bak við skýhuluna. Samkvæmt almanakinu voru vetrarsólstöður klukkan 15:03 í dag, sunnudaginn 21. desember. Dagsbirtu nýtur í 4…
Vetrarsólhvörf 2025 | Winter solstice
Sólstöður: Það þarf að gera talsverða leit að sólarljósi í votviðrinu á stysta degi ársins. Daufur roði ýjar að lágum geislum sólar á bak við skýhuluna. Samkvæmt almanakinu voru vetrarsólstöður klukkan 15:03 í dag, sunnudaginn 21. desember. Dagsbirtu nýtur í 4 klst og 9 mín í Reykjavík. Á morgun fer daginn að lengja og því fögnum við með jólagleði. Solstice: …
aslaugjonsdottir.com
December 21, 2025 at 4:34 PM
Svif | Too blue to be true?

Föstudagsmyndin – á ferð: Strandlína Miðjarðarhafsins er óvíða girt himinháum hótelbyggingum, sem standa eins og hamrabelti við sjóinn. Það kunna mávar að nýta sér.  Friday photo – travels: In so many places along the coastline of the Mediterranean Sea, huge hotels…
Svif | Too blue to be true?
Föstudagsmyndin – á ferð: Strandlína Miðjarðarhafsins er óvíða girt himinháum hótelbyggingum, sem standa eins og hamrabelti við sjóinn. Það kunna mávar að nýta sér.  Friday photo – travels: In so many places along the coastline of the Mediterranean Sea, huge hotels guard the shore like steep cliffs. There a lone seagull likes to soar. Ljósmyndin tekin | Photo date:24.10.2025
aslaugjonsdottir.com
November 14, 2025 at 4:01 PM
Skrímsli á ferð | Monsters on the move

Tilnefning í Eistlandi: Góðar fréttir berast frá Eistlandi en þar hefur „Ei! ütles väike koll“ eða þýðingin á „Nei! sagði litla skrímslið“ verið tilnefnd til virtra þýðingarverðlauna sem eistneska deild IBBY samtakanna sendur fyrir. Verðlaunin nefnast Paabeli…
Skrímsli á ferð | Monsters on the move
Tilnefning í Eistlandi: Góðar fréttir berast frá Eistlandi en þar hefur „Ei! ütles väike koll“ eða þýðingin á „Nei! sagði litla skrímslið“ verið tilnefnd til virtra þýðingarverðlauna sem eistneska deild IBBY samtakanna sendur fyrir. Verðlaunin nefnast Paabeli Torn (Babelsturninn) og heiðra bestu þýddu barnabækurnar á eistnesku. Verðlaunin verða nú veitt í 22. sinn. Tilnefningarnar skiptast í tvo flokka: myndabækur og textabækur eða kaflabækur, en alls eru tíu titlar tilnefndir.
aslaugjonsdottir.com
November 7, 2025 at 1:27 PM
Litir í grasagarði | Autumn colours

Föstudagsmyndin: Lauftré standa nú flest nakin og fyrsti bylur ársins kom með miklu fannfergi í lok október. En svo koma blíðari dagar og þá er náttúran endalaus uppspretta fegurðar, fjölbreyttra forma og litbrigða. Friday photo: Most of the deciduous trees are…
Litir í grasagarði | Autumn colours
Föstudagsmyndin: Lauftré standa nú flest nakin og fyrsti bylur ársins kom með miklu fannfergi í lok október. En svo koma blíðari dagar og þá er náttúran endalaus uppspretta fegurðar, fjölbreyttra forma og litbrigða. Friday photo: Most of the deciduous trees are now bare, and the first snowstorm of the year brought us enormous amount of snow at the end of October. But then the milder days come, where nature is an endless source of beauty, shapes and colours. Ljósmyndin tekin | Photo date:19.10.2025
aslaugjonsdottir.com
November 7, 2025 at 12:56 PM
Hlaðvarpsþáttur frá Berlín | Klein aber groß – Play Nordic

Myndabókaspjall: Norrænu sendiráðin í Berlín standa fyrir hlaðvarpinu PLAY NORDIC og í tengslum við sýninguna „Klein aber Groß“, sem opnaði 17. júlí s.l. í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus, voru tekin viðtöl við nokkra…
Hlaðvarpsþáttur frá Berlín | Klein aber groß – Play Nordic
Myndabókaspjall: Norrænu sendiráðin í Berlín standa fyrir hlaðvarpinu PLAY NORDIC og í tengslum við sýninguna „Klein aber Groß“, sem opnaði 17. júlí s.l. í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus, voru tekin viðtöl við nokkra þátttakendur. Þátturinn er nú komin í útsendingu og má finna á heimasíðu sendiráðanna hér: Play Nordic – og á Spotify, Apple Podcasts og víðar. Viðmælendur eru sýningarstjórinn Johanna Stenback og höfundarnir…
aslaugjonsdottir.com
September 19, 2025 at 10:28 AM
Fjallasýn | Mountain view

Gluggaveðrið: Föstudagsmyndin hér ofar er frá því í júlí, möguleg tekin í gosmistri. Örnefnin eru til dæmis: Hafnardalur, Gildalur, Gildalstunga, Skaradalur, Katlaþúfur, Katlar, Hróar, Ölver út um glugga neðar. Í dag sést ekki til fjalla því þykk skýjatjöld ná niður í…
Fjallasýn | Mountain view
Gluggaveðrið: Föstudagsmyndin hér ofar er frá því í júlí, möguleg tekin í gosmistri. Örnefnin eru til dæmis: Hafnardalur, Gildalur, Gildalstunga, Skaradalur, Katlaþúfur, Katlar, Hróar, Ölver út um glugga neðar. Í dag sést ekki til fjalla því þykk skýjatjöld ná niður í fjallsrætur. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.“ Það má nú efast um það. Friday photo: Above: photo since late in July.
aslaugjonsdottir.com
August 15, 2025 at 1:22 PM
Botnsdalur og berjamór | Hikes in August

Síðsumar: Ég gekk að Glym í Botnsdal í góðum félagsskap í vikunni sem leið. Við gengum upp aflíðandi hryggina í NV-hlíðum dalsins, milli Hraunhellisgils og Svörtugjár og komum þar að fossinum ofarlega. Óðum ánna fyrir ofan fossinn eins og fara gerir og svo…
Botnsdalur og berjamór | Hikes in August
Síðsumar: Ég gekk að Glym í Botnsdal í góðum félagsskap í vikunni sem leið. Við gengum upp aflíðandi hryggina í NV-hlíðum dalsins, milli Hraunhellisgils og Svörtugjár og komum þar að fossinum ofarlega. Óðum ánna fyrir ofan fossinn eins og fara gerir og svo niður gönguleiðina SA-megin gljúfursins. Sú leið er brött og hrikaleg en stígar víða hlaðnir tröppum og með haldreipum.
aslaugjonsdottir.com
August 9, 2025 at 10:42 AM
Stórt og smátt í Berlín | Klein aber groß – exhibition opening

Sýningaropnun: Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Berlín við opnun sýningarinnar „Klein aber Groß“ sem opnaði fimmtudaginn 17. júlí í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus. Opnunin var vel sótt af ungum sem öldnum og áhugi…
Stórt og smátt í Berlín | Klein aber groß – exhibition opening
Sýningaropnun: Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Berlín við opnun sýningarinnar „Klein aber Groß“ sem opnaði fimmtudaginn 17. júlí í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus. Opnunin var vel sótt af ungum sem öldnum og áhugi á norrænum myndabókum mikill og einlægur. Uppsetning verka og kynning var vel heppnuð en sýningarstjórinn, Johanna Stenback, bar hitann og þungan af vinnunni ásamt arkitekt sýningarinnar Mia-Irene Sundqvist og grafíska hönnuðinum Andrei Palomäki.
aslaugjonsdottir.com
July 21, 2025 at 12:06 PM
Skrímslin í Berlín | Klein aber groß – exhibition in Berlin

Sýning: Sendiráð Norðurlandanna í Berlín efna til sýningar á barnabókum og myndlýsingum í Felleshus, sýningarrými og samfélagshúsi Norðurlandanna þar í borg. Sýningin opnar 17. júlí og sendur til 5. október 2025. Skrímslin verða þarna í…
Skrímslin í Berlín | Klein aber groß – exhibition in Berlin
Sýning: Sendiráð Norðurlandanna í Berlín efna til sýningar á barnabókum og myndlýsingum í Felleshus, sýningarrými og samfélagshúsi Norðurlandanna þar í borg. Sýningin opnar 17. júlí og sendur til 5. október 2025. Skrímslin verða þarna í góðum félagsskap en á sýningunni eiga eftirtaldir höfundar verk: Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) og Stina Wirsén (SE).
aslaugjonsdottir.com
June 27, 2025 at 1:17 PM
Skrímslaveisla á færeysku | Monster Feast in Faroese

Útgáfan 2025: Í lok apríl kom Skrímslaveisla út á færeysku hjá Bókadeildinni, nokkru síðar en útgáfurnar á íslensku og sænsku. Því var auðvitað fagnað með „hátíðar-gildis-stevnu-fagnaðarveitslu“ og almennri gleði. Fyrir færeyska textanum í…
Skrímslaveisla á færeysku | Monster Feast in Faroese
Útgáfan 2025: Í lok apríl kom Skrímslaveisla út á færeysku hjá Bókadeildinni, nokkru síðar en útgáfurnar á íslensku og sænsku. Því var auðvitað fagnað með „hátíðar-gildis-stevnu-fagnaðarveitslu“ og almennri gleði. Fyrir færeyska textanum í Skrímslaveitslu stendur sem fyrr Rakel Helmsdal. Skrímslaveisla er nú komin út á fjórum tungumálum. Auk íslensku og færeysku gefur Argasso út Monsterfest á sænsku og Vild Maskine…
aslaugjonsdottir.com
June 27, 2025 at 1:15 PM
Sumardögg | Midsummer dew

Sólarupprás! Heimasíðan og myndabloggið hefur síðastliðnar vikur og mánuði goldið fyrir margvíslegan trassaskap og bara einhverskonar tjáningarfælni. Í heimi, sem hefur fyrir löngu skroppið saman, hrópa heimsmál og stjórnmál á athygli: þau koma okkur öllum við og enginn…
Sumardögg | Midsummer dew
Sólarupprás! Heimasíðan og myndabloggið hefur síðastliðnar vikur og mánuði goldið fyrir margvíslegan trassaskap og bara einhverskonar tjáningarfælni. Í heimi, sem hefur fyrir löngu skroppið saman, hrópa heimsmál og stjórnmál á athygli: þau koma okkur öllum við og enginn má undan líta. Um leið virkar það jákvæða og persónulega sem næsta sjúkleg sjálfhverfa. En sumarið er ljúft og við lifum góða bjarta daga á Íslandi.
aslaugjonsdottir.com
June 27, 2025 at 11:26 AM
Bókverkin | Book art – my artist’s books

Hinar bækurnar:  Ég var að uppfæra myndasafnið hér síðunni sem ég tileinka bókverkum. Síðan er vinsæl ef marka má gestaganginn, en bókverkafólk er alveg sérstakur hópur listamanna sem er aldrei áberandi í listasenunni, en tengjast þvers og kruss um heiminn.…
Bókverkin | Book art – my artist’s books
Hinar bækurnar:  Ég var að uppfæra myndasafnið hér síðunni sem ég tileinka bókverkum. Síðan er vinsæl ef marka má gestaganginn, en bókverkafólk er alveg sérstakur hópur listamanna sem er aldrei áberandi í listasenunni, en tengjast þvers og kruss um heiminn. Áhugann og bókverkaáráttuna má tengja við þráhyggju og nördisma í sinni bestu mynd, en þar sem breiddin í verkunum, aðferðum og innihaldi er engu að síður óþrjótandi.
aslaugjonsdottir.com
April 17, 2025 at 10:32 AM
„Sannkölluð myndaveisla“  | “A true feast of illustration”

Myndlýsingar: Skrímslaveisla var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar við athöfn í Iðnó í gær, mánudaginn 14. apríl 2025. Fimmtán bækur eru tilnefndar til verðlauna: fimm fyrir frumasamdan texta, fimm fyrir myndlýsingar og…
„Sannkölluð myndaveisla“  | “A true feast of illustration”
Myndlýsingar: Skrímslaveisla var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar við athöfn í Iðnó í gær, mánudaginn 14. apríl 2025. Fimmtán bækur eru tilnefndar til verðlauna: fimm fyrir frumasamdan texta, fimm fyrir myndlýsingar og fimm fyrir þýðingar. Hér má kynna sér allar tilnefndar bækur. Umsögn dómnefndar um Skrímslaveislu hljóðar svo: „Eins og sagan og persónurnar sem við þekkjum nú svo vel kalla á, þá svara myndirnar með þessari frábærri orku sem fær virkilega að njóta sín.
aslaugjonsdottir.com
April 15, 2025 at 5:24 PM
Skrímsli í boði! | Monsters in the gallery

Skrímsli á Barnamenningarhátíð: Á morgun, laugardaginn 5. apríl, opnar í Gallerí Fold lítil sýning með völdum myndum úr bókaflokknum um skrímslin. Myndirnar eru prentaðar í góðum gæðum á vandaðan pappír og eru til sölu í takmörkuðu upplagi, áritaðar af…
Skrímsli í boði! | Monsters in the gallery
Skrímsli á Barnamenningarhátíð: Á morgun, laugardaginn 5. apríl, opnar í Gallerí Fold lítil sýning með völdum myndum úr bókaflokknum um skrímslin. Myndirnar eru prentaðar í góðum gæðum á vandaðan pappír og eru til sölu í takmörkuðu upplagi, áritaðar af myndhöfundi. Bækurnar verða einnig til sölu í galleríinu. Í kynningu frá Gallerí Fold segir svo:  „Laugardaginn 5. apríl opnar sýningin „Skrímsli í boði“ í Gallerí Fold við Rauðarárstíg.
aslaugjonsdottir.com
April 4, 2025 at 11:31 AM
Dagur barnabókarinnar | International Children’s Book Day 2025

Dagur barna og bóka: Gleðilegan dag barnabókarinnar! Dagurinn, 2. apríl, er fæðingardagur H.C. Andersen, meistara táknsagna og ævintýra.  „Allt þarf að vera svo nýstárlegt og öðruvísi í dag.“ Svona kvartar haninn sem stekkur út úr…
Dagur barnabókarinnar | International Children’s Book Day 2025
Dagur barna og bóka: Gleðilegan dag barnabókarinnar! Dagurinn, 2. apríl, er fæðingardagur H.C. Andersen, meistara táknsagna og ævintýra.  „Allt þarf að vera svo nýstárlegt og öðruvísi í dag.“ Svona kvartar haninn sem stekkur út úr gamla stafrófskverinu í einu ævintýri H.C. Andersen: ABC-Bogen. Og haninn bætir við: „Nú eru börn víst svo gáfuð að þau geta lesið áður en þau hafa lært stafrófið.”
aslaugjonsdottir.com
April 2, 2025 at 2:46 PM
Næst á dagskrá … | Coming up next …

ARKIR á HönnunarMars: HönnunarMars hefst í næstu viku og þá opnar bókverkasýningin Brotabrot í húsgagna- og hönnunarverslun Pennans í Skeifunni 10. Þar ætlum við ARKIR að sýna pappírsverk og kynna leik okkar með bókarform og pappírsbrot. Verið velkomin á opnun…
Næst á dagskrá … | Coming up next …
ARKIR á HönnunarMars: HönnunarMars hefst í næstu viku og þá opnar bókverkasýningin Brotabrot í húsgagna- og hönnunarverslun Pennans í Skeifunni 10. Þar ætlum við ARKIR að sýna pappírsverk og kynna leik okkar með bókarform og pappírsbrot. Verið velkomin á opnun miðvikudaginn 2. apríl kl 17:00 - 19:00. Sjá einnig viðburðarboð á FB. Book art exhibition: DesignMarch in Reykjavík starts next week and my artist group…
aslaugjonsdottir.com
March 28, 2025 at 11:56 AM
Dagur ljóðsins | World Poetry Day

Beðið eftir vorinu: Í dag, 21. mars er ljóðum fagnað á alþjóðlegum degi ljóðsins. Og ljóðið lifir góðu lífi, það mætti jafnvel tala um einhverja vakningu síðustu ár. Í tilefni dagsins er hér neðar stutt vorljóð úr bókinni minni "til minnis" (Forlagið 2023). Ég…
Dagur ljóðsins | World Poetry Day
Beðið eftir vorinu: Í dag, 21. mars er ljóðum fagnað á alþjóðlegum degi ljóðsins. Og ljóðið lifir góðu lífi, það mætti jafnvel tala um einhverja vakningu síðustu ár. Í tilefni dagsins er hér neðar stutt vorljóð úr bókinni minni "til minnis" (Forlagið 2023). Ég ætla að halda á vit túnsúranna í dag, en kíkja svo í ljóðabækur í lok dags. Njótið ljóða!
aslaugjonsdottir.com
March 21, 2025 at 10:27 AM
Liljur | White lilies

Liljur að lokum: Plönturíkið er þeirrar gerðar að þar finnst ekki ljótleiki. Svei mér þá. Og í sölnuðum gróðri býr fegurð ekki síðri en í nýútsprungnum blómum. Þessar liljur báru svo þungan ilm að þær þurftu sitt einkarými … en fagrar voru þær. At the end of the day… I think…
Liljur | White lilies
Liljur að lokum: Plönturíkið er þeirrar gerðar að þar finnst ekki ljótleiki. Svei mér þá. Og í sölnuðum gróðri býr fegurð ekki síðri en í nýútsprungnum blómum. Þessar liljur báru svo þungan ilm að þær þurftu sitt einkarými … en fagrar voru þær. At the end of the day… I think that there is no such thing as ugliness to be found in the plant kingdom.
aslaugjonsdottir.com
February 28, 2025 at 1:44 PM
Bókverkin á borðinu | Making books

Bækur, bækur! Það er í hin ýmsu bókahorn að líta. Eftir ýmsar uppákomur sem settu strik í vinnureikninginn fyrstu mánuði ársins er ég að komast aftur á skrið. Þar á meðal er rétt að huga að sýningum sem listahópurinn minn ARKIR tekur þátt í. Ég bendi áhugasömum…
Bókverkin á borðinu | Making books
Bækur, bækur! Það er í hin ýmsu bókahorn að líta. Eftir ýmsar uppákomur sem settu strik í vinnureikninginn fyrstu mánuði ársins er ég að komast aftur á skrið. Þar á meðal er rétt að huga að sýningum sem listahópurinn minn ARKIR tekur þátt í. Ég bendi áhugasömum að fylgjast með fréttum á heimasíðu ARKANNA. Og fyrir þá sem vilja kynna sér bókverkalistina má benda á …
aslaugjonsdottir.com
February 28, 2025 at 1:44 PM