Ágústa
banner
agustakrunkar.bsky.social
Ágústa
@agustakrunkar.bsky.social
Just a nerd. She/her.
Er á leiðinni út í búð. Yngri drengurinn bað um “blautan rjóma og þurran rjóma”. Ég lofaði að leita að því. En… hvar? 🤔
November 8, 2025 at 1:45 PM
Lífið er of stutt til að drekka vonda kokteila
February 28, 2025 at 8:58 PM
Hvað heitir bærinn við hliðina á Ballen? Brundby! (Og ég er bara mitt á milli? 😱)
March 7, 2024 at 2:26 PM
Eftir símtal spurði sá 4ra ára hver þetta var. “Kjartan úr vinnunni” svaraði ég. Guttinn, á innsoginu: Í alvöru? Var þetta í alvöru hann?! Ha, já, já, sagði ég og spáði ekkert meira í því. Fyrr en nú. Var sumsé að kveikja á Strumpunum. Sonur minn heldur að ég sé að vinna með Kjartani galdrakarli.
February 11, 2024 at 6:59 PM
Ekki var ég búin að tengja að sjálfstæði Seðlabankans væri eitthvað sem SA gæti bara samið um. Sjúkkett að SA er nógu göfuglynt til að afsala Seðlabankanum ekki sjálfstæðinu!!1!
February 10, 2024 at 2:04 PM
Áminning til nýrra notanda:

Nýtingartími vindorku er mikið minni en nýtingartími vatnsaflsvirkjana eða jarðvarmavirkjana. Því þarf um það bil tvöfalt uppsett afl vindorkuvers til að framleiða sama magn orku og vatnsafls- eða jarðvarmaver framleiða.
Reminder to new users here:

Dimension Films released Jackie Chan’s Armour of God series to the US in the wrong order and retitled the first film as a sequel.

Operation Condor was originally Armour of God 2: Operation Condor and Operation Condor 2: Armor of God was originally just Armour of God.
Reminder to new users here:

Portugal suffered a devastating tsunami in 1755 that wiped out Lisbon; the king, who survived bc his daughter threw a tantrum about not getting the picnic she'd been promised & the royal family went to the mountains, spent the rest of his life building modern Lisbon.
February 7, 2024 at 9:28 AM
Drengirnir fengu að velja sér emoji púða. 2ja ára guttinn valdi hjarta. 4ra ára valdi kúk. Og er svo ljómandi glaður með kúkapúðann sinn að hann segir hluti upp úr eins manns hljóði eins og “hvar er kúkurinn minn? Ég elska kúkinn minn!” Sem fær þann yngri til að kalla hjartað sitt kúkinn sinn 😭
January 22, 2024 at 6:58 PM
Beint í fésið, takk fyrir pent 😭😭😭
January 10, 2024 at 4:54 PM
Sonur: Ég teiknaði þrjátíu milljón myndir!
Ég: nei, það held ég nú ekki …
Sonur: jú víst! Alveg satt!
Ég: þú kannt ekki einu sinni að telja upp í þrjátíu milljón
Sonur, farið að hitna í hamsi: VÍST!
Ég: jæja, teldu þá upp í 30000000
Sonur, mjög ákveðinn: 1,2,3,..
Ég: þetta verður rólegt kvöld
January 2, 2024 at 7:32 PM
Aldrei mun ég skilja týpuna sem kýs að segja öllum nágrönnunum sínum “sjáið mig! Ég drapst áfengisdauða fyrir miðnætti í gær!” og það á eins ergjandi hátt og mögulegt er.
January 1, 2024 at 8:37 PM
Langar svo að læka, en þetta er of fullkomið
December 24, 2023 at 9:20 AM
Eru ekki allir byrjaðir að spila sprengjuhljóð fyrir gæludýrin sín? Byrja á lágum styrk og hækka smám saman?
December 21, 2023 at 8:26 AM
Þetta er auðvitað snilldin ein, en þess utan fékk þetta mig til að fatta að til er fugl hvers nafn á íslensku gæti útlagst “fortunate penis” á ensku. Þetta mun gleðja mig í allt kvöld.
Óðinn var að skoða fuglabókina sína. Hann gleymdi orðinu Auðnutittlingur og kallaði hann í staðinn Typpaskríkja.
December 10, 2023 at 10:43 PM
Kópavogsbær: Já nýlegar breytingar á fyrirkomulagi leikskólagjalda gengu ✨glimrandi✨.
Kópavogsbær: allir mun afslappaðri og fagleg vinna aldrei betri.
Líka Kópavogsbær:
December 6, 2023 at 7:33 PM
Nei sko!

Wordle 899 1/6*

🟩🟩🟩🟩🟩
December 5, 2023 at 2:03 PM
Ég pósta almennt ekki um þessar grimmdarlegu aðfarir okkar gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu, hreinlega því ég hef ekki andlegu heilsuna í að horfast í augu við það hvað stjórnvöld í landinu mínu eru vond. En þessu. Þessu trúði ég samt ekki upp á þau. Hver erum við eiginlega?
December 4, 2023 at 12:28 AM
Halló, Hvolpasveit? Ég er að setja saman IKEA húsgagn
November 29, 2023 at 8:38 PM
Mikið asskoti hafa þau verið dugleg!
November 29, 2023 at 12:38 PM
Reposted by Ágústa
More than a month ago and the words have only hardened for me. If we cannot understand this then we cannot understand anything.
Holding this quote close to my heart while I grieve and call my reps again and again making my flaccid little Jewish pleas to cease the ethnic cleansing of Palestine.
November 27, 2023 at 1:14 AM
“Mamma, himininn er ekki svartur!” Sá 4ára, að uppgötva tunglsljós í skýjum.
Ég: “Þetta eru ský”.
Hann: “Þau eru svaka mörg!”
Ég:”jújú” hann: “Þau eru örugglega hundraðogeitt!”
Ég: “Það eru sko mörg ský”
hann: “já…alveg eins og TUTTUGU!”
Ég: *JuliaRoberts_calculating.gif*
November 25, 2023 at 9:51 PM
Fyndið hvað alltaf er talað um “gísla” Hamas en “fanga” Ísraela. Jafnvel þó það sé viðurkennt fullum fetum að “fangarnir” eru margir hverjir börn sem hafa dúsað inni mánuðum saman án saka, ákæru eða nokkra glætu um það hvort eða hvenær þeim yrði sleppt.
November 25, 2023 at 9:40 PM
Enginn:
Enginn:
Sonur minn, 4 ára, að púsla á stofugólfinu: “Elskan, ekki leika þér með klósettburstann”
November 21, 2023 at 7:19 PM
Hreinskilin spurning. Ætti þetta “önnur” á þriðju myndinni ekki að vera kvár? Annars mjög áhugaverð rannsókn.
November 18, 2023 at 5:07 PM
Vissuð þið að internetinu er lokað á heilsugæslum um kvöldin og um helgar? Ég vissi það ekki.
November 12, 2023 at 8:31 PM
Eiginmaðurinn, sem er að undirbúa kvöldmatinn, fékk mér verkefni: fylgjast með brauðdeigi hefast og láta vita ef allt er ekki ok. En sko. Ég veit ekkert. Ég verð á “þetta er ókei” vagninum þar til fálmarar teygja sig út úr því. Og jafnvel þá myndi ég ekki vera 100% viss um að það ætti ekki að gerast
November 10, 2023 at 5:15 PM