Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
banner
rakeldur.bsky.social
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
@rakeldur.bsky.social
Allt um 18. öldina.
Brúnar myndir af brúnu hrafnasparki.
Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands að útgáfu Yfirrréttarins á Íslandi, tíu binda ritröð sem spannar öll dómsmál Yfirréttarins frá 1690-1800.
Pinned
Margir hafa komið að máli við mig og spurt hvernig Yfirrétturinn líti út. (Þeas vinkona mín spurði mig í sundi í fyrradag.)

Ritstjórnarregla 1, 2 og 3 er að svona bók getur mest verið sirka 680 blaðsíður og við troðum eins mörgum árum og hægt er í hvert bindi.
Við nánari athugun er hér á ferðinni heildarskjal úr réttarhöldunum yfir Hans Wium í barnsfaðernismáli Sunnefu Jónsdóttur og réttarmisferli hans gegn Sunnefu og Jóni bróður hennar á héraðsþingi á Bessastöðum í Fljótsdal.

110 BLAÐSÍÐUR GOTT FÓLK.

Jólin eru komin.
Þá sjaldan sem ég sé skrautskrift.

Commissionsdómur í #Sunnefumáli 27.-28. júní 1754.

Jeg Biörn Marcusson, kongl. Majts. vicelögmann í sunnan og austan lögdæminu og sýslumann í Skagafjardarsýslu, og jeg, Thoraren Jonsson, allra hæst nefndrar kongl. Majts. sýslumann í Eyjafjardarsysu
December 19, 2025 at 3:53 PM
Heillegt innsigli á bréfi frá 1755. Er þetta hörpudiskur neðst? Kjóll? Skikkja?

Uppi einhverjir skrautlegir stafir? Eitthvað + H? Og fjaðrabrúskur lengst til vinstri?
December 19, 2025 at 2:57 PM
Ég neita að trúa öðru en að hér ríki áköf almenn forvitni um framkvæmd fangahalds á 18. öld.
Hans Wium tjáir sig um fangahald í #Sunnefumáli og mikilvægi opinberrar refsingar (poena publica) til þess að ná fram játun.
December 19, 2025 at 10:47 AM
Þá sjaldan sem ég sé skrautskrift.

Commissionsdómur í #Sunnefumáli 27.-28. júní 1754.

Jeg Biörn Marcusson, kongl. Majts. vicelögmann í sunnan og austan lögdæminu og sýslumann í Skagafjardarsýslu, og jeg, Thoraren Jonsson, allra hæst nefndrar kongl. Majts. sýslumann í Eyjafjardarsysu
December 19, 2025 at 10:29 AM
Þegar hryllingsmyndin um afturgöngu Hans Wium verður gerð, þá verður næstóhugnalegasta senan í skjalageymslu ÞÍ þegar Wium byrjar að hrista alla málmskjalaskápana, á meðan ógæfusamur skjalavörður hleypur eftir hinum endalausu flúorlýstu göngum og opnar hverja hurðina á fætur annarri.
December 18, 2025 at 3:09 PM
Það er óneitanlega eitthvað sérstakt við að 17 afkomendur Hans Wium, sá yngsti fæddur 2018, hafi beint og óbeint verið nefndir í höfuðið á honum.

Sýslumanni sem var ásakaður af konu um að hafa getið henni barn í varðhaldi og var dæmdur sekur fyrir íslenskum rétti um stórfellt réttarmisferli.
December 18, 2025 at 1:25 PM
1/2
Líflátsdómur Jóns Magnússonar frá 1758 er „mildaður“ í ævilanga þrælkunarvinnu í járnum ári síðar.

Ég er enn að velta fyrir mér hvað hafi orðið um þjófóttu unglingspiltana þrjá sem voru upphafið að #embættismissiErlendsÓlafssonar en þeir hétu allir svo algengum nöfnum.
December 18, 2025 at 1:01 PM
Hans Wium tjáir sig um fangahald í #Sunnefumáli og mikilvægi opinberrar refsingar (poena publica) til þess að ná fram játun.
December 18, 2025 at 10:49 AM
Undirskrift Péturs Þorsteinssonar, vel ættaða laganemans sem skipað var háttsettum embættismönnum að rannsaka #Sunnefumál en var svo neitað um greiðslu af sömu embættum.
December 18, 2025 at 10:09 AM
Hinar ástæðurnar voru líklega landlægt hungur og harðindi, einangrun Múlsasýslu og veikt embættismannakerfi, bæði hvað varðaði laun og umsýslu en líka mannafla.

Ég veit hreinlega ekki hvort þetta mál standi undir væntingum sögulegra skáldsagnaritara.
Það gerist ekkert í #Sunnevumál 1745-1751. Hér má sjá eina ástæðu þess.
December 17, 2025 at 2:55 PM
Fyrsta bréfið sem stílað er á Magnús Gíslason eftir að hann var skipaður amtmaður, fyrstur Íslendinga. Hann hafði í tvígang sinnt embættinu í afleysingum áður en þeir drusluðust til að skipa hann.

Ávarpið breytist úr „velædle og velvise“ í „velædle og velbyrdige“. Gott að vita ef ég hitti amtmann.
December 17, 2025 at 1:27 PM
Það gerist ekkert í #Sunnevumál 1745-1751. Hér má sjá eina ástæðu þess.
December 16, 2025 at 2:04 PM
Verð að halda áfram að leita að skjölum á kansellídönsku um Sunnefumálið. Langar samt bara að skella mér í þennan djúsí skjalabunka um drukkin slagsmál hreppstjóra með parruk og bónda með kaskeiti, þar sem fingurinn var næstum bitinn af hreppstjóranum.
December 16, 2025 at 11:46 AM
Vor 1754-vor 1755:
Amtmaður og stiftamtmaður skrifast á um ókosti þess að það sé engin eftirfylgni með íslenskum embættismönnum. Stiftamtmaður í Danmörku skipar amtmanni á Íslandi að hysja upp um sig buxurnar.

Haust 1755: Wium sýslumaður sýknaður af öllum ákærum í Hæstarétti Danmerkur.

Hnuss.
December 15, 2025 at 1:59 PM
1/2
Í heimildaleit fyrir #Sunnefumál grúska ég í ýmsum öskjum sem ég hef áður gert lauslega leit í. Öskjur með bréfum frá stiftamtmanni í Danmörku eru mest pirrandi, því þar er allt eingöngu grófflokkað eftir árum og dagsetningin 10. maí hjálpar nákvæmlega ekkert upp á að finna eitt tiltekið bréf.
December 15, 2025 at 12:56 PM
Nei fjandinn hafi það, nú er kominn tími til að hans hávelborna náð herra greifinn Otto Manderup af Rantzau GRÍPI TIL AÐGERÐA
December 12, 2025 at 2:07 PM
Á þriðjudaginn var ég í viðtali um Yfirréttinn í Morgunvaktinni á Rás 1 og láðist mögulega að fela mitt sanna álit á Bjarna Halldórssyni, sýslumanni í Húnavatnssýsu.

En, ég meina.
December 12, 2025 at 12:57 PM
Deris excellence
höyvelbaarne hr. greve og stifft-
amtmand
naadige herre!

Þessi línuskipting í ávarpi er líklega það flippaðasta sem Magnús Gíslason amtmaður tók sér fyrir hendur alla sína daga.
December 12, 2025 at 11:21 AM
1/
Fýlupúkinn Johann Christian Pingel að stinga upp á nefndarmönnum í dóm yfir Hans Wium í #Sunnefumál:

Ekki getur hann mælt með neinum sunnan til (er reyndar sammála honum þar) en nefnir fjóra menn norðantil við Múlasýslu. Þar af er Pétur Þorsteinsson nú þegar saksóknari í málinu og ...
December 11, 2025 at 2:02 PM
Nú fyrst er Sveinn á sparifötunum. Loksins kom skjal með innsiglinu hans, tveimur hvæsandi snákum sem mynda upphafsstafi hans SS.

Þetta innsigli er klárlega helsta ástæða þess að ég tók ástfóstri við Svein Sölvason þegar ég byrjaði í þessari vinnu 2020.

#SveinnSölvason
December 10, 2025 at 1:38 PM
„... og kan ikke undlade at give ham et lidet reisepass.“

Sveinn Sölvason sendir stiftamtmanni í Danmörku hrút haustið 1754 og getur ekki stillt sig um að gefa út fyrir hann lítið vegabréf.

#SveinnSölvason
December 10, 2025 at 11:19 AM
Í framhaldi af hugleiðingum um hið afskipta Austurland býð ég ykkur upp á danska þýðingu á frásögn lögréttumannsins Eiríks Hafliðasonar á Sprengisandsleið sem hann gaf á Alþingi þann 23. júlí 1770.

Það fegursta sem þið lesið í dag, hefst á bls. 479.
landsnefndin.is
December 10, 2025 at 10:24 AM
... tout contrair ...

Björn Markússon (1716-1791) slær um sig með frönsku.
December 9, 2025 at 3:37 PM
... der er at fare over saa mange ödefielder og fleer...

Dómarr í embættisaflöpum Hans Wium í #Sunnefumáli afsaka seinagang sinn með því að málið sé úr hinni ómögulegu Múlasýslu, svona nokkurn veginn.
December 9, 2025 at 3:01 PM
Sveinn Sölvason á sparifötunum:
December 9, 2025 at 11:06 AM