Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
banner
rakeldur.bsky.social
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
@rakeldur.bsky.social
Allt um 18. öldina.
Brúnar myndir af brúnu hrafnasparki.
Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands að útgáfu Yfirrréttarins á Íslandi, tíu binda ritröð sem spannar öll dómsmál Yfirréttarins frá 1690-1800.
Haha frábær hugmynd! Geymum hana fyrir teiknimyndaþætti fyrir börn. Fræðandi þættir um Ísland og Evrópu á 18. öld sem munu heilla unga jafnt sem aldna.
December 10, 2025 at 1:39 PM
Því miður get ég ekki séð að vegabréfið hafi varðveist og jafnvel lítur út fyrir að hrúturinn sjálfur hafi ekki skilað sér með skipinu.
December 10, 2025 at 1:33 PM
Já!
December 10, 2025 at 1:32 PM
Hvað, getur það verið að engum finnist þetta fyndið nema mér!

Bíðið bara þar til ég segi ykkur hvað hann segir um íslenska hestinn neðar í bréfinu.
December 10, 2025 at 1:29 PM
Eiríkur bjó reyndar í Borgarfirði, svo ekki veit ég hvað hann var alltaf að þvælast yfir Sprengisand. Það er líka hægt að gera nafnaleit að honum inni í pdf-skjalinu og þá er líka hægt að finna mynd af frumritinu.
December 10, 2025 at 10:25 AM
Í framhaldinu af þessum pælingum fór ég að skoða skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1700-1771 og þar er sama uppi á teningnum. Austurland fær litla athygli nefndarinnar og þaðan berast engin bréf frá alþýðu og frekar fá frá embættismönnum (nenni ekki að skoða prestana, þið afsakið mig).
December 10, 2025 at 10:08 AM
Og gekk tveimur árum síðar í norska konungsríkið en aðrir fjórðungar landsins.
December 10, 2025 at 9:48 AM
Ég man bara eftir tveimur málum af Austurlandi í öllum málum Yfirréttarins. Samt var til dæmis álíka langt á Alþingi af Vestfjörðum og Austurlandi (10 dagar aðra leið) og það komu endalaus mál af Vestfjörðum fyrir Yfirrétt.

Austurland er einfaldlega aðskilin eining í íslenskri sögu.
December 9, 2025 at 3:07 PM
Sveinn Sölvason á náttfötunum:
December 9, 2025 at 11:07 AM
4/4
Hennar þetta málefni er á allar síður líkt þeirrar konu sem segir sig voldtekna, hvörrar lýsing lögin segja trúanlega nær hún að fengnu frelsi strax fram kemur, ...
December 8, 2025 at 3:06 PM
3/
eður fyrr en hún vissi sig undan hans valdi sloppna, hvað hún þá og strax gjörði fyrir lögþingisréttinum 1743, þá hún fyrst kom í sitt eigið frelsi.
December 8, 2025 at 3:06 PM
2/
forsvarslaus ynglingur í kóngsins fangelsi og þar á ofan fyrir þá fyrri barneign nýlega til dauða dæmd, að hún skyldi dirfast hans náð svo að forbrjóta og í þess stað hans óbærilega reiði upp á sig taka með því, upp í hans opin augu og eyru að lýsa hann sjálfan föður að barni sínu,
December 8, 2025 at 3:05 PM
Og talandi um umslagsbrot, þá lítur bakhliðin á þessu kvikindi svona út:
December 8, 2025 at 1:15 PM
Þetta sendi hann tveimur árum áður, 1744. Þetta er ekki eðlilega skítugt. Og varla er þetta tilviljun, tvö drusluleg bréf með tveggja ára millibili.
December 8, 2025 at 1:14 PM
Cornelius Ponsonby-Fagette! I am in awe of this name. It rivals the made up Danish politician Jesper Stoch Beiersen Pup.
December 8, 2025 at 10:41 AM